

Vorið vaknar
og gullnir vindar gæla við nábleikt hörund mitt
Rósir rísa úr hrannarstó
og blær bærir runna sem og sálin opnast.
Allt verður bjart
og andinn svífur á
þöndum vængjum hinnar nýju vonar
sem í algleymi lá
Aprílmorgun –
Opnun alheimsins,
og lífið breytir um lit
Þar sem öll litbrigði lífsins sjást á einum degi
Og fögur fljóð springa út
úr hversdagsleikanum
og boða nýjan kraft í alheiminn
Ó þú apríl,
hvað ég vildi að þú kæmir oftar en
einu sinni á ári.
og gullnir vindar gæla við nábleikt hörund mitt
Rósir rísa úr hrannarstó
og blær bærir runna sem og sálin opnast.
Allt verður bjart
og andinn svífur á
þöndum vængjum hinnar nýju vonar
sem í algleymi lá
Aprílmorgun –
Opnun alheimsins,
og lífið breytir um lit
Þar sem öll litbrigði lífsins sjást á einum degi
Og fögur fljóð springa út
úr hversdagsleikanum
og boða nýjan kraft í alheiminn
Ó þú apríl,
hvað ég vildi að þú kæmir oftar en
einu sinni á ári.