Ó þú dagur
Þú sniglast, þú hleypur,
þú ærir og æsir,
þú dimmir, þú birtir,
þú gleður og hirtir.
Ef einum ert góður,
þá öðrum ert slæmur,
þú æðir
og í senn ertu kyrr.
Þú seint kemur stundum,
og aldrei þú bíður,
að endingu árdagur líður.
Þú oft vekur ugga,
og endar í skugga,
þá þakkláta gleði
þú átt til að veita þeim lúna.
Þú árvaka kætir, --
og anda þess bætir,
í svala þíns morguns,
þá andvara beitir þú núna.
Í koldimmum dölum
lands oft þú lendir,
þar líf virðist æ lítils virði.
Þá sól fer í hvarf
þá er það sem að þarf..
að komir þú, dagur.
því birtu þú gefur,
og lífi að læðir,
í íslenskum fjallbröttum firði.
þú ærir og æsir,
þú dimmir, þú birtir,
þú gleður og hirtir.
Ef einum ert góður,
þá öðrum ert slæmur,
þú æðir
og í senn ertu kyrr.
Þú seint kemur stundum,
og aldrei þú bíður,
að endingu árdagur líður.
Þú oft vekur ugga,
og endar í skugga,
þá þakkláta gleði
þú átt til að veita þeim lúna.
Þú árvaka kætir, --
og anda þess bætir,
í svala þíns morguns,
þá andvara beitir þú núna.
Í koldimmum dölum
lands oft þú lendir,
þar líf virðist æ lítils virði.
Þá sól fer í hvarf
þá er það sem að þarf..
að komir þú, dagur.
því birtu þú gefur,
og lífi að læðir,
í íslenskum fjallbröttum firði.