

Heimtur úr helju
halur um nótt
ógnin fer yfir
ægileg skjótt.
Maður er mæddur
meir um sinn
ærist um andann
eldurinn.
Rýkur úr rjáfri
rústuð er sál
barist í bökkum
bjart er bál.
Vonlaus hann vafrar
veglaus um sinn
eigrar um andann -
eldurinn.
halur um nótt
ógnin fer yfir
ægileg skjótt.
Maður er mæddur
meir um sinn
ærist um andann
eldurinn.
Rýkur úr rjáfri
rústuð er sál
barist í bökkum
bjart er bál.
Vonlaus hann vafrar
veglaus um sinn
eigrar um andann -
eldurinn.