Fanginn
á vegginn hann starir
steyptan um aldir
stríðir hans tómlegi hugur um tímanna rás
gjörðir hann sýtir
hugann um brýtur
hvað gerðist djúpt í myrkviðum sálar hans sjálfs
hann fótatak heyrir
smelli í skónum
smávon í brjósti til hans hún titrandi kemur
von hans hún slokknar
er fjarlægist fótmál
í fári nú höfði í steinsteyptan vegginn hann lemur
með ráðvilltum huga
og raunmædda sál
hann ráði að endingu hugstola heldur sem fanga
mót glugga og gátt
hann færir sitt flet
þar finna þeir munu hans líkama hálsbrotinn hanga
steyptan um aldir
stríðir hans tómlegi hugur um tímanna rás
gjörðir hann sýtir
hugann um brýtur
hvað gerðist djúpt í myrkviðum sálar hans sjálfs
hann fótatak heyrir
smelli í skónum
smávon í brjósti til hans hún titrandi kemur
von hans hún slokknar
er fjarlægist fótmál
í fári nú höfði í steinsteyptan vegginn hann lemur
með ráðvilltum huga
og raunmædda sál
hann ráði að endingu hugstola heldur sem fanga
mót glugga og gátt
hann færir sitt flet
þar finna þeir munu hans líkama hálsbrotinn hanga