Lífsvagninn líður hjá
Hægt hann rennur, vagninn,
yfir lífsins græna teig -
gegnum blómskrýddan hug minn
er kveikir á minningarljósum.
Ég er einn,
og hugsa um ástvini,
- vinnu og víg.
Lít út um gluggann,
sé skugga, í flökti trjágreina
sem í lífsins andvara,
eru aldrei eins.
Sé líf mitt, og vörður -
er hlóð ég af einlægni,
sem hélt að stæðu til eilífðar….
- riða og falla,
og fyrnast í tímans ryki.
yfir lífsins græna teig -
gegnum blómskrýddan hug minn
er kveikir á minningarljósum.
Ég er einn,
og hugsa um ástvini,
- vinnu og víg.
Lít út um gluggann,
sé skugga, í flökti trjágreina
sem í lífsins andvara,
eru aldrei eins.
Sé líf mitt, og vörður -
er hlóð ég af einlægni,
sem hélt að stæðu til eilífðar….
- riða og falla,
og fyrnast í tímans ryki.