

Í brekkunni lekur regnið
hratt niður,
í offorsi
á leið til nýrra heimkynna.
Ég fylgi með –
fylgi straumnum
á vit nýrra ævintýra
Vindurinn og regnið
færa mig óðara
mót straumnum
og ég tekst á við hið ókunna.
Einu sinni enn.
----
Er regni og vind slotar
er tunglsljósið bjart
sem vinur að vísa mér veginn.
En oftar en ekki dregur
ský fyrir og kulið
blæs mér enn á ný
í fang.
Sólin blekkir
vitund mína
því ég veit
að sál mín hefur
fjórar árstíðir
hratt niður,
í offorsi
á leið til nýrra heimkynna.
Ég fylgi með –
fylgi straumnum
á vit nýrra ævintýra
Vindurinn og regnið
færa mig óðara
mót straumnum
og ég tekst á við hið ókunna.
Einu sinni enn.
----
Er regni og vind slotar
er tunglsljósið bjart
sem vinur að vísa mér veginn.
En oftar en ekki dregur
ský fyrir og kulið
blæs mér enn á ný
í fang.
Sólin blekkir
vitund mína
því ég veit
að sál mín hefur
fjórar árstíðir