Nótt
Svört nótt, svöl nótt
svona nótt enginn skilur.
Mjúk nótt, mið nótt
um miðja nótt regnið bylur.
Rök nótt, rauð nótt
sjá, roðinn er fagur.
Dimm nótt, dauð nótt
því nú dátt byrjar dagur.
Löng nótt, ljúf nótt
léttur svefn lát þig dreyma.
Heið nótt, há-nótt
helst vil ég öllu gleyma.
-----------
Þegar nóttin loksins líður frá
léttist brún, - batnar hagur.
Þá mun sólin himinn setjast á,
svífur hjá - þessi dagur.
svona nótt enginn skilur.
Mjúk nótt, mið nótt
um miðja nótt regnið bylur.
Rök nótt, rauð nótt
sjá, roðinn er fagur.
Dimm nótt, dauð nótt
því nú dátt byrjar dagur.
Löng nótt, ljúf nótt
léttur svefn lát þig dreyma.
Heið nótt, há-nótt
helst vil ég öllu gleyma.
-----------
Þegar nóttin loksins líður frá
léttist brún, - batnar hagur.
Þá mun sólin himinn setjast á,
svífur hjá - þessi dagur.