

löng er nótt
og senn kemur vetur, -
í huga mínum sest,
hann langur, svartur,
langur, dimmur vetur -
í ungu hjarta mínu
bærist von um vor
og langar, bjartar nætur
er breyta mér
í ungan svein
sem að sér kveða lætur
þá lít ég út
um sálarglugga minn -
og sé hvað mín bíður -
og langar ekki
að vera sveinn
sem bíður vors
sem kannski,-
kannski aldrei, aldrei kemur.
og senn kemur vetur, -
í huga mínum sest,
hann langur, svartur,
langur, dimmur vetur -
í ungu hjarta mínu
bærist von um vor
og langar, bjartar nætur
er breyta mér
í ungan svein
sem að sér kveða lætur
þá lít ég út
um sálarglugga minn -
og sé hvað mín bíður -
og langar ekki
að vera sveinn
sem bíður vors
sem kannski,-
kannski aldrei, aldrei kemur.