

Á daginn hann færist
í dýpt sinni nærist
á sól.
Í iðrum hann byggir
sér kolsvart og svalandi ból.
Á nóttunni týndur
engum þá sýndur
um sinn.
Hann bíður og sefur
og aðeins á daginn hann finn
Á veggnum hann stækkar
er mannskepnan lækkar
í mynd.
Hann er líka svartur
sem óguðleg, ógurleg synd.
Þá hugsjúku hræðir
og sálsjúka mæðir
hann oft.
Hann er bara skuggi
sem birtist er sól fer á loft.
í dýpt sinni nærist
á sól.
Í iðrum hann byggir
sér kolsvart og svalandi ból.
Á nóttunni týndur
engum þá sýndur
um sinn.
Hann bíður og sefur
og aðeins á daginn hann finn
Á veggnum hann stækkar
er mannskepnan lækkar
í mynd.
Hann er líka svartur
sem óguðleg, ógurleg synd.
Þá hugsjúku hræðir
og sálsjúka mæðir
hann oft.
Hann er bara skuggi
sem birtist er sól fer á loft.