Stjórnmálamaðurinn
Í gegnum hin myrku stræti stjórnmálanna,
með ósýnilega vætti í húminu
er kalla ókvæðisorðum
geng ég hiklaust.
Þótt rakkar mig rægi, urri og gelti
og fúkyrði frá flækingum
hins litla minnihluta falla
fölnar ei faðirvorið mitt.
Ganga mín virðist óáru gefa
og í bjartsýni minni
hlýt ég að segja
að hjarta almúgans slái
bara ekki í takt við mitt -
- eða er það öfugt ?
Ekkert í mínu lífi var fyrirséð,
framtíð mín var ætíð óráðin,
- en ekki lengur.
Ég stjórnmálamaður nútímans
og ferðast sem huldumaður
í rafrænu umhverfi.
með ósýnilega vætti í húminu
er kalla ókvæðisorðum
geng ég hiklaust.
Þótt rakkar mig rægi, urri og gelti
og fúkyrði frá flækingum
hins litla minnihluta falla
fölnar ei faðirvorið mitt.
Ganga mín virðist óáru gefa
og í bjartsýni minni
hlýt ég að segja
að hjarta almúgans slái
bara ekki í takt við mitt -
- eða er það öfugt ?
Ekkert í mínu lífi var fyrirséð,
framtíð mín var ætíð óráðin,
- en ekki lengur.
Ég stjórnmálamaður nútímans
og ferðast sem huldumaður
í rafrænu umhverfi.