Öldungurinn
Í afturelding afgamall
hímir á bekk,
höðast ótt og horfir -
á hrævarelda
mannlífs slokkna.
Áboginn halur
með bægifót
bogna kjúku kreppir
kræklóttan staf sinn um,
og daglangt hugsar.
Kvikum augum
veginn yfir lítur,
gleðst - því ævinátta
löng og strembins
lífs að líður.
------
Húmar að kveldi,
ametta snjár er yfir,
kulnar andi og sál.
Slokknar kvika
öldungs augnabál.
Hálf-frosin höndin sleppir -
hægt fellur stafur -
ná um næðir.
Nú sál og sinni
loksins fer um hæðir.
hímir á bekk,
höðast ótt og horfir -
á hrævarelda
mannlífs slokkna.
Áboginn halur
með bægifót
bogna kjúku kreppir
kræklóttan staf sinn um,
og daglangt hugsar.
Kvikum augum
veginn yfir lítur,
gleðst - því ævinátta
löng og strembins
lífs að líður.
------
Húmar að kveldi,
ametta snjár er yfir,
kulnar andi og sál.
Slokknar kvika
öldungs augnabál.
Hálf-frosin höndin sleppir -
hægt fellur stafur -
ná um næðir.
Nú sál og sinni
loksins fer um hæðir.