Kúgarar
Að kúga fólkið,það gaman er,
eru þeirra æðstu gildi.
Þeir blindir eru á tilgang lífs,
og sitja í eigin gildru.

Garða djöfull með hnefanum,
hótar öllu illu.
Krefst af okkur gullsins,
sem kúgararnir stálu.

Hérna situr djöfullinn
og leikur mörgum skjöldum.
Satan Case Morgan og alþjóða,
að svikráðum standa fram eftir öldum.

Sálar tötrið fjötrað er
í dökkum myndum hugans.
Þeirra helsi stjórnar þeim,
svo aðrir fá ei frelsi.

Hræðsla þeirra djöfullleg,
sem aðrir fá ei að þekkja.
Þeir halda gjarnan mér og þér,
í ímynd eigin eigin huga.

Þinn illa óvin þú þarft að sjá,
sem er í illu ati.
Hann vélar gegn þér dag og nótt,
og heitir Illuminati.

Kúgarar gengu harðast fram,
með gullin loforð á vörum.
Þeir sitja eftir,allir sem einn,
þegar við fólkið,...förum.

 
Birgir R. Sæmundsson
1954 - ...


Ljóð eftir Birgi

Til Þín !
Barnabæn .
Þakklæti .
Lýðveldið Ísland.
Ástin
Móðurmálið.
Fjármála Snillingar.
Nýja Ísland
Kúgarar
Sálin
Lífið og eilífðin