Heimþrá
Leiðist við að liggja hér
lengur glaum og skelli;
trautt erlendur unir sér
í steinlímdum helli;
hugurinn einatt hvarfla fer
héðan bóginn norður á,
hvar þú ert við æginn blá;
Hafnar sæla' ei heldur mér
hjá þeim gylltu dröngum.
Kalla' ég löngum, kalla' ég til þín löngum.

Auðlegð dregur ekki mig
Íslands til að vitja,
elligar sælan yndislig
er ég hugsi' að nytja;
minnur þenki mans á stig,
maktar von ég seinast á,
hvar þú ert við æginn blá;
heldur að fá að faðma þig,
foldar prýdda þöngum.
Kalla' ég löngum, kalla' ég til þín löngum.  
Eggert Ólafsson
1726 - 1768


Ljóð eftir Eggert Ólafsson

Heimspekin
Lærdómsundur
Heimþrá
Hestasæla
Píkuskrækur
Ísland ögrum skorið
Málverk