Fólkið í Kringlunni
Þegar maður situr inni í verslunarmiðstöð og bíður getur verið forvitnilegt og lærdómsríkt að horfa á furður mannlífsins. Sum líkjast ýmsu fuglum himins og jarðar í hegðun þar sem þau hnykkja höfði sínu snöggt milli hliða eins og meðal hæsnfugla en séu þau stórvaxin líkjast þau fremur strútum eða emúum, sérstaklega ef nefið er oddstórt og hárið stutt. Svo eru þau sem líkjast verum hafsins. Neðri vör er jafnan sigin og andlitið gapandi sem á þorskveru þar sem þær synda samtaka í torfum á milli jólaskreytinganna og líta hvorki til hægri né vinstri. Þeir stóru eru ýmist sem hákarlar, ranghvolfi þeir augum eða sýni tennurnar með grimmúðlegum andlitssvip, eða búrhvalir þar sem þeir bregða sér upp úr mannhafinu rétt til að anda og steypa sér svo aftur undir yfirborðið.  
Dúndurdúkkan
1987 - ...


Ljóð eftir Dúndurdúkkuna

Fólkið í Kringlunni
Úr vöggu ljóðarans
Strætó bíður ekki eftir neinum
Sílíkon barbí