

Hún
Létt hún gengur sú litla
og tifar á tánum.
Taumlaus gleði og kraftur
er hleypur hún hjá
Björt er á brá og glóir englahár
Björt er á brá og glóir hár
Ljúf í lund unga stúlkan
og hönd hún leiðir þétt.
Um vanga þýtur vindur
glitrar augnabál
Flaksast í vindi dökkt og fagurt hár
Flaksast í vindi fagurt hár
Falleg knáleg kona
býður þér upp í dans.
Kvöldsett er orðið -
lífið í hringi fer
Settleg hún situr, silfurgrátt er hár
Settleg hún situr, grátt er hár
Létt hún gengur sú litla
og tifar á tánum.
Taumlaus gleði og kraftur
er hleypur hún hjá
Björt er á brá og glóir englahár
Björt er á brá og glóir hár
Ljúf í lund unga stúlkan
og hönd hún leiðir þétt.
Um vanga þýtur vindur
glitrar augnabál
Flaksast í vindi dökkt og fagurt hár
Flaksast í vindi fagurt hár
Falleg knáleg kona
býður þér upp í dans.
Kvöldsett er orðið -
lífið í hringi fer
Settleg hún situr, silfurgrátt er hár
Settleg hún situr, grátt er hár