Myndirðu fella tár?
Ef ég flytti eitthvað burt
hin ótalmörgu ár.
Ef ég segði þér ekki hvurt,
myndirðu fella tár?

Ef að ég í slysi lenti,
ef ég yrði sár.
Ef að eitthvað illt mig henti,
myndirðu fella tár?

Ef ég missti heyrn og sjón,
minn heimur yrði smár.
Ef mig henti eitthvert tjón,
myndirðu fella tár?

Ef ég feng’ um dauðsfall fréttir
og sannar reyndust spár.
Ef ég dæi, væri það léttir,
eða myndirðu fella tár?

Ef að mér af baki fleygði
minn hugumdjarfi klár.
Ef að háls minn úr lið sér smeygði,
myndirðu fella tár?

Ég veit það vel, að ef þú dæir
minn heimur yrði grár.
Fegurð hans ei lengur sæir
þá felldi ég mörg tár.  
Rúna Vala
1984 - ...


Ljóð eftir Rúnu Völu

Ást
Í vinfengi við tímann
Myndirðu fella tár?
Ljósaskipti
Hættustund