draugar fortíðar
Fortíðin starir á mig

starir og starir

ég lít undan

Vil hana ekki

Vil ekki þessa fortíð

Það er vegna þess að mér finnst

fortðiðin ljót

held áfram að ganga í ljósinu

En fortíðin starir og starir

er endalaust að minna mig á að ég er

hluti af myrkrinu sem býr í starandi

fortíð minni

ég spyr hvað viltu

Fortíðin spyr á móti hvernig er ég

fólk spyr alltaf um fortíðina afhverju

þarf það og vill vita fortíðina

Fortíðin segir við mig horfðu á mig

Ég svara ég horfi á þig mér finnst bara

óþarfi að aðrir stari á þig því þú er

farinn út úr lífi mínu ég er að skapa

mer aðra fallegri fortíð svo ég geti

gleymt þér ljóta

HÆTTU SVO AÐ STARA Á MIG !  
röskva rán
1977 - ...


Ljóð eftir röskvu

MiSsir
TVeIR HeiMar
Tár
VeGaM'Ot
PerLan
PrINsINN
BleSSun
EkKi LeitA og Þú Munt FiNna
sms
yogi
náttúran
Önnur vídd
draugar fortíðar
horfi um öxl
litla hjartad