Augun þín
Dag þann fyrst, þín augu leit
þessa bláu fegurð, hún svo sjaldgæf, stór.
Þá um leið, þaut um mig - heit..
og þrungin tilfinning, um hjartað flæða fór.
Svo djúp og blá, svo yndisleg,
og allt sem áður skipti máli, hvarf á braut.
Allt mitt fór á annan veg,
Amor kom á vængjum ástar og mig skaut.
Þá ég sá að augu þín
áttu hug minn allan - og allstaðar.
Augu þín, voru orðin mín
ástin var á næstu grösum, víst það var.
Þessi líka augu, svona djúp og blá
þessi líka augu, þá fyrst ég sá.
Þessi líka augu, þau segja mér,
að þessi augu, aldrei, aldrei,
fari úr huga mér.
þessa bláu fegurð, hún svo sjaldgæf, stór.
Þá um leið, þaut um mig - heit..
og þrungin tilfinning, um hjartað flæða fór.
Svo djúp og blá, svo yndisleg,
og allt sem áður skipti máli, hvarf á braut.
Allt mitt fór á annan veg,
Amor kom á vængjum ástar og mig skaut.
Þá ég sá að augu þín
áttu hug minn allan - og allstaðar.
Augu þín, voru orðin mín
ástin var á næstu grösum, víst það var.
Þessi líka augu, svona djúp og blá
þessi líka augu, þá fyrst ég sá.
Þessi líka augu, þau segja mér,
að þessi augu, aldrei, aldrei,
fari úr huga mér.