

Hann segir ekki orð
en segir allt sem segja þarf.
Hann hefur andúð á orðum
en leyfir konunni að halda annað.
Trúa á sannleikann.
Trúa því að hvort sem honum var það ljúft eða leitt
þá skildi hann ekki
hvernig eitt
gat lifað án annars.
Með eina vafða í kjaftinum
og tignarlegt göngulag sem sýndi aðeins
hversu vel reynslan var bundin um mittið.
Það var þá
þegar hræðslan réðst á sálina
og gerði hana að tjöru
á götum borgarinnar