Jesús er farinn
Jesús er farinn
hann fór heim til sín.
Hann býr með pabba sínum
í lítilli íbúð
í úthverfi Reykjavíkur.

Ég átti leið þar hjá
og varð forvitin.
Ég kíkti inn um stofugluggann
og sá þá feðga
sitja á leðursófa með ölinn í hægri
og þeir hlógu.

Þeir hlógu að því
hversu misskilinn
boðskapur þeirra hefur verið frá fyrri árum
og hversu heimskur
maðurinn er í dag.  
Sara Hrund Einarsdóttir
1980 - ...
2000


Ljóð eftir Söru Hrund

Sigur-björn
Jesús er farinn
Í draumum mínum
á leiði