Sigur-björn

Hann segir ekki orð
en segir allt sem segja þarf.

Hann hefur andúð á orðum
en leyfir konunni að halda annað.

Trúa á sannleikann.
Trúa því að hvort sem honum var það ljúft eða leitt
þá skildi hann ekki
hvernig eitt
gat lifað án annars.

Með eina vafða í kjaftinum
og tignarlegt göngulag sem sýndi aðeins
hversu vel reynslan var bundin um mittið.

Það var þá
þegar hræðslan réðst á sálina
og gerði hana að tjöru
á götum borgarinnar  
Sara Hrund Einarsdóttir
1980 - ...


Ljóð eftir Söru Hrund

Sigur-björn
Jesús er farinn
Í draumum mínum
á leiði