Í draumum mínum
Í draumum mínum
lýg ég.

Ég lýg um vitsmunaveru
sem er ekki til.

Ég lýg því
að hún líkist þér,
lýgur aldrei,
svíkur aldrei.

Hún segir satt
um ósagðar sögur.

Hún þekkir vitsmunaveru
sem er ekki til.
Þær drepa og stela,
slá og berja,
ríða og reykja.

Ég lýg um lýgina.
Ég segi satt
um sagðar sögur.  
Sara Hrund Einarsdóttir
1980 - ...


Ljóð eftir Söru Hrund

Sigur-björn
Jesús er farinn
Í draumum mínum
á leiði