Brúin í dalnum
Brúin skiptir bæ í borg
og brúar einskonar bil
Hún gleði getur breytt í sorg
og greiðir þá leið
sem þarf til
Brúin í dalnum
við blasir breið
brúin þessi, er mín
Í hvert sinn er nálgast
hún opnar leið
og hleypir mér yfir til þín
Ef brúin í dalnum
sinn hefði sagnarmátt
og segði mér allt sem ég vil...
Sólin í vestri himni á
hún hnígur brátt,
þá húmar að
Þá dalsins þytur hljóðnar hægt
og við tvö finnum okkur stað
og brúar einskonar bil
Hún gleði getur breytt í sorg
og greiðir þá leið
sem þarf til
Brúin í dalnum
við blasir breið
brúin þessi, er mín
Í hvert sinn er nálgast
hún opnar leið
og hleypir mér yfir til þín
Ef brúin í dalnum
sinn hefði sagnarmátt
og segði mér allt sem ég vil...
Sólin í vestri himni á
hún hnígur brátt,
þá húmar að
Þá dalsins þytur hljóðnar hægt
og við tvö finnum okkur stað