Hispania - Óður til Spánar
Þú hásléttan mikla, með hrjóstugar klappir og engi
heillar víst engan er fyrst á þig lítur og metur.
Á heitmiklu sumri þar sólin hún skín mjög og lengi
en hinsvegar vetur í kuldmikla kreppu þig setur.
Ó, þú kastalans gólf, þar sem runnar og rjóður ei lánast
þó ryðst þar upp beitilyng ilmsterkt úr hálf-földum sprungum.
Og fjallgarða millum, þar fordæming alger er nánast
en fjallbúans örbirgð og erfiði heldur þó ungum.
Um Kantbríu ósjaldan nepjan þá ísköld hún næðir
með nýfallin snjóinn og laxfisk í ánum sem líða.
Laufdalur dafnar þar Ebró með straumþunga æðir
og yfir er vindur og raki sem vit þín öll svíða.
Fjalla er þjóðin, sem fullkomið erfiðið þekkir
fornseiga bændur, er fátækt og eymdin ei grandar.
Garpar í skapi, og geðríki eru ekki hlekkir
gangast við heiðri, og ókunnra geð ei við blandar.
Galísa norðvesturs höfnunum getur af státað
gjöfulum fiskmiðum miklum og stórum í hafi.
Langdalir fagrir þar teygja sig langt og þá mátað
landsfræga fegurð í norðri, svo enginn er vafi.
Madrid, þú gjöfula, stórbrotna menningarborg
mig heillað þú hefur um áranna rásir, og gefur.
Með þjóðlegum hætti og þemu um stræti og torg
þú ætíð í huga mér vakir, og aldrei þú sefur
Hver snerting við þig og þín sól er í huga minn grefur
skín yfir landi og láði, þitt blóðheita hjarta.
Sporin þín djúp, sem að líf mitt allt markað þú hefur
Spánn, sem mig heltekið hefur,
ert landið mitt bjarta.
heillar víst engan er fyrst á þig lítur og metur.
Á heitmiklu sumri þar sólin hún skín mjög og lengi
en hinsvegar vetur í kuldmikla kreppu þig setur.
Ó, þú kastalans gólf, þar sem runnar og rjóður ei lánast
þó ryðst þar upp beitilyng ilmsterkt úr hálf-földum sprungum.
Og fjallgarða millum, þar fordæming alger er nánast
en fjallbúans örbirgð og erfiði heldur þó ungum.
Um Kantbríu ósjaldan nepjan þá ísköld hún næðir
með nýfallin snjóinn og laxfisk í ánum sem líða.
Laufdalur dafnar þar Ebró með straumþunga æðir
og yfir er vindur og raki sem vit þín öll svíða.
Fjalla er þjóðin, sem fullkomið erfiðið þekkir
fornseiga bændur, er fátækt og eymdin ei grandar.
Garpar í skapi, og geðríki eru ekki hlekkir
gangast við heiðri, og ókunnra geð ei við blandar.
Galísa norðvesturs höfnunum getur af státað
gjöfulum fiskmiðum miklum og stórum í hafi.
Langdalir fagrir þar teygja sig langt og þá mátað
landsfræga fegurð í norðri, svo enginn er vafi.
Madrid, þú gjöfula, stórbrotna menningarborg
mig heillað þú hefur um áranna rásir, og gefur.
Með þjóðlegum hætti og þemu um stræti og torg
þú ætíð í huga mér vakir, og aldrei þú sefur
Hver snerting við þig og þín sól er í huga minn grefur
skín yfir landi og láði, þitt blóðheita hjarta.
Sporin þín djúp, sem að líf mitt allt markað þú hefur
Spánn, sem mig heltekið hefur,
ert landið mitt bjarta.