Jól, enn eru jól
Jól, enn eru jól
áfram snýst tímans hjól
Frið færa þau oss
fönn, fannhvítan koss.
Klukkur kliða um sinn
er kalla þau jólin inn.
Húmar um haga og skarð
nú hátíð gengur í garð.
Allir sjá, himni á
blika stjörnu-brá
ætíð þá, vinarþel
vaknar mönnum hjá.
Því að jól, færa frið
yfir byggð og ból,
land og láð
skrýðist leifturhratt
hvítum jólakjól.
Jól, enn eru jól
áfram snýst tímans hjól.
Frelsarans nálægð nú finn
fagnandi hleypi ég inn.
Bjart yfir börnum að sjá
bros andlitum á.
Í sálum allra er sól,
er syngja þau gleðileg jól.
áfram snýst tímans hjól
Frið færa þau oss
fönn, fannhvítan koss.
Klukkur kliða um sinn
er kalla þau jólin inn.
Húmar um haga og skarð
nú hátíð gengur í garð.
Allir sjá, himni á
blika stjörnu-brá
ætíð þá, vinarþel
vaknar mönnum hjá.
Því að jól, færa frið
yfir byggð og ból,
land og láð
skrýðist leifturhratt
hvítum jólakjól.
Jól, enn eru jól
áfram snýst tímans hjól.
Frelsarans nálægð nú finn
fagnandi hleypi ég inn.
Bjart yfir börnum að sjá
bros andlitum á.
Í sálum allra er sól,
er syngja þau gleðileg jól.