Jólanótt
Nú stirnir af stjörnunni björtu
er skín hún á ísakalt hjarn.
Sem gleður oss höfugu hjörtu
og heiðrar hvert mannanna barn.
Já, stjarnan hún skilaboð færir,
og sendir um byggðir og ból.
Sem hjörtu mannanna hrærir,
og helga mun frið þessi jól.
Nú söngvar um salina óma
og sál okkar leiðir og laðar.
Þá friðarins boð fær að hljóma
því frelsarinn hann er til staðar.
Hann gjöfum af gjafmildi lofar
sem gleði mun börnunum færa.
En dýrasta djásnið er ofar
sem Drottinn á himninum skæra.
Svo gef af þér á bæði borð
og berðu öllum kærleiksorð.
Þá hamingjan þig hefur sótt
og heilsar þér á jólanótt
er skín hún á ísakalt hjarn.
Sem gleður oss höfugu hjörtu
og heiðrar hvert mannanna barn.
Já, stjarnan hún skilaboð færir,
og sendir um byggðir og ból.
Sem hjörtu mannanna hrærir,
og helga mun frið þessi jól.
Nú söngvar um salina óma
og sál okkar leiðir og laðar.
Þá friðarins boð fær að hljóma
því frelsarinn hann er til staðar.
Hann gjöfum af gjafmildi lofar
sem gleði mun börnunum færa.
En dýrasta djásnið er ofar
sem Drottinn á himninum skæra.
Svo gef af þér á bæði borð
og berðu öllum kærleiksorð.
Þá hamingjan þig hefur sótt
og heilsar þér á jólanótt