

áfram ég reyni en mér ekkert miðar
hugfangin jólunum leita mér griðar
himneskur blærinn að mér sækir
einsemdin lúmskt í hjartað krækir
finn ég þá helst hvernig klukkan tifar
í fallegri hátíð ljós og friðar
skammdegið hellir myrkri í nóttina
og frostrósin læsist í gluggana
heimakær ósk kallar ástarljóðum
man ég þá fegurð í kinnum rjóðum
er hvíslaðir þú mér í lágum hljóðum
hjarta þitt syngur svo fögrum tónum
hugfangin jólunum leita mér griðar
himneskur blærinn að mér sækir
einsemdin lúmskt í hjartað krækir
finn ég þá helst hvernig klukkan tifar
í fallegri hátíð ljós og friðar
skammdegið hellir myrkri í nóttina
og frostrósin læsist í gluggana
heimakær ósk kallar ástarljóðum
man ég þá fegurð í kinnum rjóðum
er hvíslaðir þú mér í lágum hljóðum
hjarta þitt syngur svo fögrum tónum