ALDREI
Illska, hatur - mannamatur.
Ljótur, latur.
Engar rætur, sárabætur.
Holdið grætur
svartar nætur, stórir fætur -
traðka og troða,
ekkert skoða, við mig loða.
Sálir selja,
kremja og kvelja, auma velja.
Eymd og losta,
lífin kosta - brot og brosta.
Tárin renna,
svíða og brenna, ótta kenna.
Allt er búið,
ei aftur snúið, svona er núið -
á það trúið.
Pota og benda, aldrei lenda......aldrei enda.  
Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
1978 - ...


Ljóð eftir Ásbjörgu Ísabellu Magnúsdóttur

Þrælar.
ÉG MAN
VIÐ
ÓRÓTT
ALDREI
TRÚIR ÞÚ Á ENGLA
SAKLAUS
LJÚFSÁR MARTRÖÐ
ÚTSPRUNGIN RÓS
TRÚIN OG VONLEYSIÐ