LJÚFSÁR MARTRÖÐ
Ég vakna að morgni
af ljúfsárri martröð
er ég átti með þér.
En þig var að dreyma
um eitthvað annað
en að vakna með mér.
Ég get ekki talað,
þú vilt ekki hlusta
og ég næ ekki í gegn.
Svo ég verð að fara.
Að elska þig er mér
orðið um megn.



 
Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
1978 - ...


Ljóð eftir Ásbjörgu Ísabellu Magnúsdóttur

Þrælar.
ÉG MAN
VIÐ
ÓRÓTT
ALDREI
TRÚIR ÞÚ Á ENGLA
SAKLAUS
LJÚFSÁR MARTRÖÐ
ÚTSPRUNGIN RÓS
TRÚIN OG VONLEYSIÐ