ÚTSPRUNGIN RÓS
Ég opna augun,
allt er sem fyrr.
Þangað til núna fannst mér
tíminn standa kyrr.
Í huganum ég sé þig
með mig í fangi þér.
Sem barn ég átti erfitt
með að hleypa þér að mér.
 
Ég sýp hveljur,
hjarta mitt slær hratt.
Mér um lífið
þú sagðir margt svo satt.
"Aðgát skal höfð
í nærveru sálar -
láttu ekki freistingarnar
draga þig á tálar."

Augun opnast - hjartað með.
Þokan hverfur - sálin sér
að þú ert...
útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.

Nú er ég kona,
loksins orðin stór.
Þarf ekki að leita langt
hvert barnið í mér fór.
Það hvílir ennþá
í fangi þínu rótt
og raular vögguvísur
dag sem dimma nótt.

Í fegurð augna þinna
liggur heimsins ást.
Þar leynist sársauki
og ör sem ekki sjást.
Þú hefur barist
óteljandi stríð.
Útsprungin rós sem 
mun blómstra um alla tíð.

Augun opnast - hjartað með.
Þokan hverfur - sálin sér
að þú ert...
útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.  
Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
1978 - ...


Ljóð eftir Ásbjörgu Ísabellu Magnúsdóttur

Þrælar.
ÉG MAN
VIÐ
ÓRÓTT
ALDREI
TRÚIR ÞÚ Á ENGLA
SAKLAUS
LJÚFSÁR MARTRÖÐ
ÚTSPRUNGIN RÓS
TRÚIN OG VONLEYSIÐ