Markmið
Ég hélt við værum vinir,
en það var greinilega bara misskilningur.
Ég hélt þér þætti vænt um mig,
en greinilega þótti þér það ekki.

Þú verður að segja mér- ég gleymi,
þú verður að sýna mér- ég man,
leyfðu mér að reyna- ég skil.

Ég hélt að allt léki í lyndi,
en það var ekki svo gott.
Ég hélt að okkur allt tækist,
en þða var því miður ekki svo.

Þú verður að leiðbeina mér- ég get,
þú verður að pressa á mig- ég ætla,
þú verður að sýna mér takmarkið- ég skal.

Ég hélt okkur kæmi vel saman,
en það var bara ruglingur.
Ég hélt að okkur myndi ei neitt buga,
en ruglingur hefur það verið líka.

Þú gleymdir að benda mér á- ég gat ekki lagað,
þú gleymdir að hamra á því- ég gat ekki munað,
þú gleymdir að tala um okkur- ég gat ekki náð.

Núna veit ég að við erum fólk,
en það skiptir litlu máli.
Núna vét ég að ég efli minn þrótt,
en ég veit að skjöldurinn verður ei úr stáli.  
Laufey Oddný
1986 - ...
10.07.2003- Persónuleg upplifun á mikilvægri uppgötvun. Þar sem draumur og hugsun varð að veruleika.


Ljóð eftir Laufeyju Oddnýju

Dauðinn
Ekkert svar
Veiðimaður hugans
Enn einn dagur
Ást
Breyttir tímar
Framhjáhald
Draumurinn
Spurning
Þó þetta
Markmið
Barnið, já blessað Barnið