Enn er nótt
Enn er nótt -
enn er nótt, og ég lít um út glugga minn gagngert
að sjá þar mig sjálfan, einmana sál
Enn er nótt -
út úr dimmunni greini ég ótta
og óró í lofti, sem þungt liggur á
Dimmblá ský -
sé þau hrannast upp, dagur brátt dettur -
og fellur á huga minn, angur og þrá
Fellur regn -
og dropar úr lofti sem læðast og leggjast svo þungt
á einmana sál, sem dimmuna kýs
Enn er nótt -
þú ert björgin, skjól mitt gegn skímu
sem aldrei í huga minn innst inn í megnar að ná
Enn er nótt -
þessa nótt, hef ég valið að láta mig hverfa
og leysa mig upp, - til hins guðs æðsta valds.
enn er nótt, og ég lít um út glugga minn gagngert
að sjá þar mig sjálfan, einmana sál
Enn er nótt -
út úr dimmunni greini ég ótta
og óró í lofti, sem þungt liggur á
Dimmblá ský -
sé þau hrannast upp, dagur brátt dettur -
og fellur á huga minn, angur og þrá
Fellur regn -
og dropar úr lofti sem læðast og leggjast svo þungt
á einmana sál, sem dimmuna kýs
Enn er nótt -
þú ert björgin, skjól mitt gegn skímu
sem aldrei í huga minn innst inn í megnar að ná
Enn er nótt -
þessa nótt, hef ég valið að láta mig hverfa
og leysa mig upp, - til hins guðs æðsta valds.