Föðurkveðja
Þú sem gafst mér göfugt líf og list
loks þú gekkst á vit við aðra vist.
Og þegar ég með söknuði þig kveð
ég þarf að láta fylgja kveðju með, -
Hve sárt mér finnst að hafa þig nú misst.
Þín hagleiksmikla hönd sem gaf mér allt
sem hafði listaaflið þúsundfalt.
Mér kenndir lífsins kúnstir við og við
að veikum mætti stóðstu mér við hlið. -
Með réttlátt mat sem stundum var þó kalt.
Er gekk ég út í lífið, list var ein
að læra bæði Einar Ben og Stein.
“Og mannganginn hann muna ávallt skal”
og músikin var talin sjálfsagt val. -
Þín stefnuskrá var ætíð hrein og bein.
Er fyrir sjónum líður æviskrá
og sorgarleikur herjar hug minn á.
Þá ég aðeins tel þann manninn mesta,
minn föður - er ég taldi æ hinn besta.
Oft ég sjálfan mig í þér ég sá.
loks þú gekkst á vit við aðra vist.
Og þegar ég með söknuði þig kveð
ég þarf að láta fylgja kveðju með, -
Hve sárt mér finnst að hafa þig nú misst.
Þín hagleiksmikla hönd sem gaf mér allt
sem hafði listaaflið þúsundfalt.
Mér kenndir lífsins kúnstir við og við
að veikum mætti stóðstu mér við hlið. -
Með réttlátt mat sem stundum var þó kalt.
Er gekk ég út í lífið, list var ein
að læra bæði Einar Ben og Stein.
“Og mannganginn hann muna ávallt skal”
og músikin var talin sjálfsagt val. -
Þín stefnuskrá var ætíð hrein og bein.
Er fyrir sjónum líður æviskrá
og sorgarleikur herjar hug minn á.
Þá ég aðeins tel þann manninn mesta,
minn föður - er ég taldi æ hinn besta.
Oft ég sjálfan mig í þér ég sá.