Isabel
Hún svífur svo létt á fæti
svardökk á brún og brá.
Hár hennar hnykklast í kæti
og hamingjuleik, sem má sjá.
Dátt hún flamenco dansar
í djörfum og æsandi leik.
Er atlotum señorans ansar
þá amor fer óðar á kreik.
Í eggjandi einleik hún spinnur
undir gígjunnar söng.
Með áhrifum alla hún vinnur
í andakt, um síðkvöldin löng.
Í dulúðarheimi hún dvelur
og daðrar við sveinanna hjörð.
Og dramatísk dáindi ei felur
sem drottning á þessari jörð.
Með áleitnum augum hún lofar,
í andrúmi stendur allt kyrrt.
hennar ægifegurð er ofar
öllu sem orð geta birt.
Skrautlituð föt hennar sindra
á skuggsælum daufljósa bar.
Tígrissvört augun þau tindra
og táldraga señora þar.
Og gyðjan, hin fagra og fríða
sem flamenco dansar svo vel.
Sem lætur biðlana bíða,
hún ber nafnið - Isabel.
svardökk á brún og brá.
Hár hennar hnykklast í kæti
og hamingjuleik, sem má sjá.
Dátt hún flamenco dansar
í djörfum og æsandi leik.
Er atlotum señorans ansar
þá amor fer óðar á kreik.
Í eggjandi einleik hún spinnur
undir gígjunnar söng.
Með áhrifum alla hún vinnur
í andakt, um síðkvöldin löng.
Í dulúðarheimi hún dvelur
og daðrar við sveinanna hjörð.
Og dramatísk dáindi ei felur
sem drottning á þessari jörð.
Með áleitnum augum hún lofar,
í andrúmi stendur allt kyrrt.
hennar ægifegurð er ofar
öllu sem orð geta birt.
Skrautlituð föt hennar sindra
á skuggsælum daufljósa bar.
Tígrissvört augun þau tindra
og táldraga señora þar.
Og gyðjan, hin fagra og fríða
sem flamenco dansar svo vel.
Sem lætur biðlana bíða,
hún ber nafnið - Isabel.