Til þín
Þú komst inn í líf mitt svo léttlynd og blíð
og ljómann þinn gafstu mér frá þér.
Mitt hjarta sló taktinn ögn örar um hríð
svo alllengi var ég að ná mér.
Þó langan veg fari er löngun svo sterk
að leiðin til þín virðist styttast.
Það er sem að ástin sé ennþá það merk,
að ekkert því aftri að hittast.
Hver stund með þér gefur mér gæfu og byr
svo góðleg í eðli og sinni.
En hvers get ég ætlast, ég sjálfan mig spyr
og sjálfsagt ég líð þér úr minni.
Um tíma var auðna, nú tómarúm fyllt
ég trega þig æ, allar stundir.
En ástinni okkar ei nokkur fær spillt
og aukast nú enn okkar fundir.
Þitt bros það er falslaust og birtir upp allt
og bætir mitt máttleysi og myrkur.
Það yljar upp allt sem að áður var kalt,
og eykst nú minn vilji og styrkur.
Og mundu, að hvar sem í heimi ég er
mín hugsun er ætíð þér handa.
Ást mín til þín fylgir hvert sem ég fer
þó fari til fjarlægra landa.
Þú veist ekki alveg hvers virði þú ert
en vilt kannski vita, mín kæra.
Ég elska þig alltaf en hvað get ég gert,
til að gefa þér ást mina og færa ?
Að lokum mig langar að segja, þú veist
og lestu nú það sem ég skrifa :
Frá þeirri stundu á líf mitt þú leist
þá loks var þess virði að lifa.
og ljómann þinn gafstu mér frá þér.
Mitt hjarta sló taktinn ögn örar um hríð
svo alllengi var ég að ná mér.
Þó langan veg fari er löngun svo sterk
að leiðin til þín virðist styttast.
Það er sem að ástin sé ennþá það merk,
að ekkert því aftri að hittast.
Hver stund með þér gefur mér gæfu og byr
svo góðleg í eðli og sinni.
En hvers get ég ætlast, ég sjálfan mig spyr
og sjálfsagt ég líð þér úr minni.
Um tíma var auðna, nú tómarúm fyllt
ég trega þig æ, allar stundir.
En ástinni okkar ei nokkur fær spillt
og aukast nú enn okkar fundir.
Þitt bros það er falslaust og birtir upp allt
og bætir mitt máttleysi og myrkur.
Það yljar upp allt sem að áður var kalt,
og eykst nú minn vilji og styrkur.
Og mundu, að hvar sem í heimi ég er
mín hugsun er ætíð þér handa.
Ást mín til þín fylgir hvert sem ég fer
þó fari til fjarlægra landa.
Þú veist ekki alveg hvers virði þú ert
en vilt kannski vita, mín kæra.
Ég elska þig alltaf en hvað get ég gert,
til að gefa þér ást mina og færa ?
Að lokum mig langar að segja, þú veist
og lestu nú það sem ég skrifa :
Frá þeirri stundu á líf mitt þú leist
þá loks var þess virði að lifa.