

Tunglið horfir á okkur
tunglið með sín mörgu andlit
horfir á okkur, ástfangin,
en segir ekki neitt,
segir ekki neitt,
..no decir nada
Tunglið það merlar á sæ
tunglið glampar á snæ
tunglið er yfir okkur, ástföngnum
en segir ekki neitt
segir ekki neitt,
..no decir nada.
Tunglið hálft segir hálfa sögu
tunglið fullt segir allt
en tunglið okkar
horfir á okkur, ástfangin
og segir ekki neitt
kýs að segja ekki neitt…
.....nunca
tunglið með sín mörgu andlit
horfir á okkur, ástfangin,
en segir ekki neitt,
segir ekki neitt,
..no decir nada
Tunglið það merlar á sæ
tunglið glampar á snæ
tunglið er yfir okkur, ástföngnum
en segir ekki neitt
segir ekki neitt,
..no decir nada.
Tunglið hálft segir hálfa sögu
tunglið fullt segir allt
en tunglið okkar
horfir á okkur, ástfangin
og segir ekki neitt
kýs að segja ekki neitt…
.....nunca