Vinur í raun
Þú húkir þar aleinn, hrakinn og grár
hrímugur, fölur og gugginn.
Þolað þú hefur fimbul og fár
og fimmfaldur er af þér skugginn.
Stendur þú kaldur, stolt hefur hert
stafar ei ógn frá neinum.
Veist ekki alveg, hvers virði þú ert
en virðingu hlýtur í leynum.
Til þín svo lítill ég mæni sem maur
minnist ég þín svo feginn.
Þú ert minn ljúfasti ljósastaur,
og lýsir upp fyrir mig veginn.
hrímugur, fölur og gugginn.
Þolað þú hefur fimbul og fár
og fimmfaldur er af þér skugginn.
Stendur þú kaldur, stolt hefur hert
stafar ei ógn frá neinum.
Veist ekki alveg, hvers virði þú ert
en virðingu hlýtur í leynum.
Til þín svo lítill ég mæni sem maur
minnist ég þín svo feginn.
Þú ert minn ljúfasti ljósastaur,
og lýsir upp fyrir mig veginn.