Altea
þín þröngu sund, steinlögð,
svo undan særir
sem sögu geymir,
og þín glaðlegu hvítkalka hús
með gluggasillur
hvar blómaker fögur hvíla
svartklædd kona
á stól undir vegg - í skugga
býður buenas, -
með heimasaum í hendi,
á meðan húsbóndinn fær sér
síestu, á miðjum degi
undir flatt það hallar,
eitt húsið í slakkanum efra,
eins og spyrji förumann ;
hver ert þú,
- og hvaðan ber þig að ?
þorpið hvíta í bröttum hlíðum brosir
þótt búi yfir svörtum sögum Spánar
þótt búi yfir svörtum sögum Spánar
Altea, fagra,
umkringd aldinökrum
hvar gullaldin vaxa, -
seg mér sögu þína,
meðan sólin skín
ofan í rauðvínið mitt
í auðmýkt minni
sit ég einn og hlusta
í auðmýkt minni
sit ég þar einn og hlusta.
svo undan særir
sem sögu geymir,
og þín glaðlegu hvítkalka hús
með gluggasillur
hvar blómaker fögur hvíla
svartklædd kona
á stól undir vegg - í skugga
býður buenas, -
með heimasaum í hendi,
á meðan húsbóndinn fær sér
síestu, á miðjum degi
undir flatt það hallar,
eitt húsið í slakkanum efra,
eins og spyrji förumann ;
hver ert þú,
- og hvaðan ber þig að ?
þorpið hvíta í bröttum hlíðum brosir
þótt búi yfir svörtum sögum Spánar
þótt búi yfir svörtum sögum Spánar
Altea, fagra,
umkringd aldinökrum
hvar gullaldin vaxa, -
seg mér sögu þína,
meðan sólin skín
ofan í rauðvínið mitt
í auðmýkt minni
sit ég einn og hlusta
í auðmýkt minni
sit ég þar einn og hlusta.