Söknuður
Nú þegar söknuður næðir um bein
neglir mitt hjarta með sársaukaflein.
Þá til baka ég lít ;
það vantaði trú, von og kærleik.
Samband mitt við þig, sem varst mér þó allt
smásaman dofnaði, allt varð svo kalt.
Er til baka ég lít ;
þá vantaði trú, von og kærleik.
Draumur, sem birtist um stund
varð sem martröð,
þá lokuðust sund
öll, og örtröð
af hugsunum um þig, birtust mér.
Sérhverja stund, þá er næði ég hef
stöðugt ég hugs\' um þig, lítið ég sef.
Er til baka ég lít ;
þá vantaði trú, von og kærleik.
En loks er aftur við hittumst
við munum ást okkar heimta -
á ný.
neglir mitt hjarta með sársaukaflein.
Þá til baka ég lít ;
það vantaði trú, von og kærleik.
Samband mitt við þig, sem varst mér þó allt
smásaman dofnaði, allt varð svo kalt.
Er til baka ég lít ;
þá vantaði trú, von og kærleik.
Draumur, sem birtist um stund
varð sem martröð,
þá lokuðust sund
öll, og örtröð
af hugsunum um þig, birtust mér.
Sérhverja stund, þá er næði ég hef
stöðugt ég hugs\' um þig, lítið ég sef.
Er til baka ég lít ;
þá vantaði trú, von og kærleik.
En loks er aftur við hittumst
við munum ást okkar heimta -
á ný.