Sumarnótt
Í nótt þú sagðir nafn mitt aftur, aftur.
Í nótt þú sagðir nafn mitt
oft, svo oft.
Í orðum þínum, þróttur, þrunginn kraftur,
...þvílík nótt.
Þú milljón sinnum opnaðir þitt hjarta,
í sæluvímu, sagðir mér
svo margt.
Mér þú varst, mín ást, mín sólin bjarta,
...en hver varst þú?
Og hver veit nema sólin sumarbjarta
sendi þér nú nýja,
lífsins sýn
Þú gafst þó allt, af öllu þínu hjarta..
ástin mín
Og hvar var ég,
þegar morgunn rann upp, fagur?
Hvar var ég,
þegar mest þú þurftir við?
Fyrir þér, er nú sérhver dagur
aðeins....minning ein.
Í nótt þú sagðir nafn mitt
oft, svo oft.
Í orðum þínum, þróttur, þrunginn kraftur,
...þvílík nótt.
Þú milljón sinnum opnaðir þitt hjarta,
í sæluvímu, sagðir mér
svo margt.
Mér þú varst, mín ást, mín sólin bjarta,
...en hver varst þú?
Og hver veit nema sólin sumarbjarta
sendi þér nú nýja,
lífsins sýn
Þú gafst þó allt, af öllu þínu hjarta..
ástin mín
Og hvar var ég,
þegar morgunn rann upp, fagur?
Hvar var ég,
þegar mest þú þurftir við?
Fyrir þér, er nú sérhver dagur
aðeins....minning ein.