

þegar brá fyllist tárum
og angur breytir svip
þegar lífið skiftir litum
og hörund verður hvítt
þegar loft blandast lævi
og veður virðast válynd
þegar hugur fer á flakk
og enginn virðist nálægt
þegar húmið hrærir geð
og hlátur barnanna hljóðnar
þá hefur sorgin barið að dyrum