Ólund
Háum helst und öldum,
hafs á botni köldum,
vil eg lúin leggja bein,
á hálu hvílast þangi
í hörðum sjávargangi
undir höfði unnarstein.
Er á sumrum sunna
í svalra voðir unna
vefur bjartra geisla glit,
dimmum þá í draumi,
djúpt í marar straumi
fölur meðal fiska eg sit,
og á dauðra drauga
döpru og brostnu auga
horfi eg kaldan hrikaleik;
eða eg stúrinn stari
á stirðnuð, sem í mari,
liðinna volkast líkin bleik.
Og þó enginn gráti
yfir mínu láti,
hvorki sveinn né svanni neinn,
mun yfir mér þó dynja
mar, og þungan stynja
dökkur, bylgjubarinn steinn.
hafs á botni köldum,
vil eg lúin leggja bein,
á hálu hvílast þangi
í hörðum sjávargangi
undir höfði unnarstein.
Er á sumrum sunna
í svalra voðir unna
vefur bjartra geisla glit,
dimmum þá í draumi,
djúpt í marar straumi
fölur meðal fiska eg sit,
og á dauðra drauga
döpru og brostnu auga
horfi eg kaldan hrikaleik;
eða eg stúrinn stari
á stirðnuð, sem í mari,
liðinna volkast líkin bleik.
Og þó enginn gráti
yfir mínu láti,
hvorki sveinn né svanni neinn,
mun yfir mér þó dynja
mar, og þungan stynja
dökkur, bylgjubarinn steinn.