Á fætur
Táp og fjör og frískir menn
finnast hér á landi enn,
þéttir á velli og þéttir í lund,
þrautgóðir á raunastund.
Djúp og blá
blíðum hjá
brosa drósum hvarmaljós.
Norðurstranda stuðlaberg
stendur enn á gömlum merg.  
Grímur Thomsen
1820 - 1896
- brot -


Ljóð eftir Grím Thomsen

Ólund
Þrír viðskilnaðir
Huldur
Á Glæsivöllum
Rakki
Vörður
Arnljótur gellini
Á sprengisandi
Skúlaskeið
Ólag
Landslag
Á fætur
Heift
Sólskin
Átrúnaður Helga magra
Bergþóra
Álfadans