Vörður
Víða eru vörður reistar
á vegum sögu þessa lands,
úr fornöldinni fljúga neistar
framtaksins og hraustleikans.

Rétt er vörður við að hressa,
veginn svo að rati þjóð,
og bindini í að binda þessa
björtu neista úr fornri glóð,

svipi að vekja upp aftur alda,
andans rekja spor á sjót,
og fyrir skyldum skuggsjá halda,
ef skyldu finnast ættarmót,

hvort lífs er enn í laukum safinn,
laufguð enn hin forna þöll,
eða blöðum bóka vafin
blóm eru sögu þornuð öll.
 
Grímur Thomsen
1820 - 1896
Grímur sótti gjarnan efnivið til fornaldarinnar og stillir henni upp til mótvægis við þann samtíma er hann þekkti. Honum leiddist dáðleysi samtímans og vill að menn kasti af sér hlekkjum fátæktar og vesældar og taki sér hetjur fortíðarinnar til fyrirmyndar.


Ljóð eftir Grím Thomsen

Ólund
Þrír viðskilnaðir
Huldur
Á Glæsivöllum
Rakki
Vörður
Arnljótur gellini
Á sprengisandi
Skúlaskeið
Ólag
Landslag
Á fætur
Heift
Sólskin
Átrúnaður Helga magra
Bergþóra
Álfadans