

Augu læstust.
Hugar mættust.
En allt kom fyrir ekki
og draumar mínir aldrei rættust.
Nú rýni ég í gegnum rimlanna
og dagana tel niður.
Hvar eru lyklarnir... hvar ertu innri friður?
Það ætlar sér enginn að verða fangelsaður.
Þannig er bara lífið.
Á meðan sumir fá að njóta þess
fæ ég að þjást í leyni.
Ástin er minn fangavörður
Sama hvað ég reyni,
ég honum aldrei gleymi.
Hugar mættust.
En allt kom fyrir ekki
og draumar mínir aldrei rættust.
Nú rýni ég í gegnum rimlanna
og dagana tel niður.
Hvar eru lyklarnir... hvar ertu innri friður?
Það ætlar sér enginn að verða fangelsaður.
Þannig er bara lífið.
Á meðan sumir fá að njóta þess
fæ ég að þjást í leyni.
Ástin er minn fangavörður
Sama hvað ég reyni,
ég honum aldrei gleymi.