Afmælissöngur
Til hamingju pabbi minn,
til hamingju pabbi minn,
með að geta loksins hætt að vinna.
Nú hefurðu tíma
í kveðskapinn
og gleðskapinn.

Til hamingju pabbi minn,
til hamingju pabbi minn,
með að geta loksins hætt að vinna.
Nú hefurðu tíma
í kveðskapinn
og gleðskapinn.

Hryssur ræktar og bætir
þú stórbóndinn, já stórbóndinn já
hryssur ræktar og bætir

drekkur og dansar
af miklum móð

það er verst hvað blessuð börnin þín léleg´er´að
framrækta genin þín góð.

Hryssur ræktar og bætir
þú stórbóndinn, já stórbóndinn já
hryssur ræktar og bætir

drekkur og dansar
af miklum móð

það er verst hvað blessuð börnin þín léleg´er´að
framrækta genin þín góð.  
Marta Einarsdóttir
1967 - ...
Sungið og raddað af okkur Möggu systir 17. og 18.4. á 67 ára afmæli pabba.


Ljóð eftir Mörtu Einarsdóttur

Álit
Foreldri
Ferðalangarnir
Afmælissöngur
Ofurklár