Dagdraumar Íslendings
Þá er þessi vika búin eins og allar vikurnar á undan henni. Tíminn líður samfara því að maður eldist. Árstíðirnar fljóta framhjá og um leið sigla ný líf með straumnum.
Nú fer skólunum að ljúka, og áður en maður veit af stendur framtíðin með hvíta kollhúfu, brosandi í myndavélarnar, reiðubúin með árar í hönd.
Sumarið verður þá farið að láta á sér kræla með kitlandi birkiilmi og sláttuvélarhljóðum í fjarska. Dagurinn lengist og lengist og fyrr en varir er maður vakinn með áköfum fuglasöng og sólargeisla sem smýgur sér í gegnum einu glufuna á gardínunni.
Augu tindra, brosin breikka og ung hjörtu slá í takt við hvort annað meðan gamlir sumarsmellir hljóma í bakgrunni og vekja upp minningar um gamlar ástir.
Er til betri tími?
Nú fer skólunum að ljúka, og áður en maður veit af stendur framtíðin með hvíta kollhúfu, brosandi í myndavélarnar, reiðubúin með árar í hönd.
Sumarið verður þá farið að láta á sér kræla með kitlandi birkiilmi og sláttuvélarhljóðum í fjarska. Dagurinn lengist og lengist og fyrr en varir er maður vakinn með áköfum fuglasöng og sólargeisla sem smýgur sér í gegnum einu glufuna á gardínunni.
Augu tindra, brosin breikka og ung hjörtu slá í takt við hvort annað meðan gamlir sumarsmellir hljóma í bakgrunni og vekja upp minningar um gamlar ástir.
Er til betri tími?