Án markmiðs
Ég er maður án markmiðs
sem ráfa ströndina langa.
Fleyti völum í öldur og ég hugsa til þín.
Vona að sólin hún flytji þér lag
sem syng ég til þín hvern bjartan dag…..
Því er veröldin svona,
hvert ertu vina mín horfin…?
Veit að langt, langt í burtu, ert’ að bíða eftir mér.
Vona að skýin þau beri þér söng
sem syng ég til þín síðkvöldin löng…..
Ljós í sálu er slokknað
get ei hugsað neitt lengur.
Þegar dimmir að kvöldi, einn ég hugsa til þín.
Vona að vindur þér færi mitt ljóð
sem flyt ég til þín mitt fagra fljóð…..
sem ráfa ströndina langa.
Fleyti völum í öldur og ég hugsa til þín.
Vona að sólin hún flytji þér lag
sem syng ég til þín hvern bjartan dag…..
Því er veröldin svona,
hvert ertu vina mín horfin…?
Veit að langt, langt í burtu, ert’ að bíða eftir mér.
Vona að skýin þau beri þér söng
sem syng ég til þín síðkvöldin löng…..
Ljós í sálu er slokknað
get ei hugsað neitt lengur.
Þegar dimmir að kvöldi, einn ég hugsa til þín.
Vona að vindur þér færi mitt ljóð
sem flyt ég til þín mitt fagra fljóð…..