Endurfæðingin
Ég mætti gömlum manni á leið minni heim úr vinnu í dag. Hann var með hvítt alskegg og á höfði bar hann ljósgræna húfu, sem mér sýndist vera skátahúfa.
Gat það verið að þessi aldni maður væri skáti? Hugsaði ég með sjálfri mér.
En við nánari umhugsun fannst mér það ólíklegt, því ekki gat ég ímyndað mér hann við varðeld að syngja skátasöngva, né í skrúðgöngu á sautjánda júní í grenjandi rigningu. Hann var einfaldlega of aldurhniginn fyrir þess konar ævintýri.
Ég gaf gamla manninum nánari gætur. Hvítt alskeggið, bústnar rauðar kinnarnar, það vantaði bara rauðu húfuna í stað þeirrar grænu til þess að hann gæti verið jólasveinninn. Ég sló því föstu að sú væri raunin, þetta væri jólasveinninn í dulargerfi. Líklega var hann í kaupstaðarferð hér í borginni nú þegar mesta jólaæðið var runnið af mannfólkinu, enda komið fram undir vor.
Ég leit enn einu sinni á öldunginn, nokkuð ánægð með þessa niðurstöðu mína. En samt fannst mér eins og eitthvað gengi ekki alveg upp.
Gamli maðurinn var þegar betur var að gáð fremur ójólasveinalegur í hreyfingum. Hann hafði göngulag ungs manns og var nánast barnslegur í fasi. Og þessi ljósgræna húfa...Græn eins og vorið...
Skyndilega varð mér ljóst hver hann var.
Hann var vorið sem árvisst rennur sitt keið uns það hverfur á vit aldanna til þess eins að endurfæðast eina ferðina enn.
Gat það verið að þessi aldni maður væri skáti? Hugsaði ég með sjálfri mér.
En við nánari umhugsun fannst mér það ólíklegt, því ekki gat ég ímyndað mér hann við varðeld að syngja skátasöngva, né í skrúðgöngu á sautjánda júní í grenjandi rigningu. Hann var einfaldlega of aldurhniginn fyrir þess konar ævintýri.
Ég gaf gamla manninum nánari gætur. Hvítt alskeggið, bústnar rauðar kinnarnar, það vantaði bara rauðu húfuna í stað þeirrar grænu til þess að hann gæti verið jólasveinninn. Ég sló því föstu að sú væri raunin, þetta væri jólasveinninn í dulargerfi. Líklega var hann í kaupstaðarferð hér í borginni nú þegar mesta jólaæðið var runnið af mannfólkinu, enda komið fram undir vor.
Ég leit enn einu sinni á öldunginn, nokkuð ánægð með þessa niðurstöðu mína. En samt fannst mér eins og eitthvað gengi ekki alveg upp.
Gamli maðurinn var þegar betur var að gáð fremur ójólasveinalegur í hreyfingum. Hann hafði göngulag ungs manns og var nánast barnslegur í fasi. Og þessi ljósgræna húfa...Græn eins og vorið...
Skyndilega varð mér ljóst hver hann var.
Hann var vorið sem árvisst rennur sitt keið uns það hverfur á vit aldanna til þess eins að endurfæðast eina ferðina enn.