Kæra Zoa!
Hvað segist?
Vonandi ertu betri og asnarnir við góða heilsu.
Hér á Íslandi er loksins komið sumar og allt í blóma. Sólin glennir sig dag eftir dag, en á næstunni er spáð mígandi rigningu hér á suðvesturhorninu.
Brjálaði bakteríu -og -sveppafælni leigjandinn minn er að flytja út frá mér sem betur fer. Hún er búin að vera í þagnarbindindi í nokkra daga.
Ætlaði að taka mig á taugum með svoleiðis andlegu ofbeldi eftir að ég harðneitaði því að hún fengi að sótthreinsa vatnskassann á klósettinu með því að hella einhverju andskotans þrumu sprengiefni ofan í hann.
Hún ætlaði sér víst líka að kaupa sérstakan klósettbursta með uppbrettum hárum til þess að ná til óhreinindanna undir bríkinni efst í klósettskálinni,
Hún var reyndar búin að skafa burt mestu drulluna þar með hárspennu sem hún hafði vafðið klósettpappir utan um.
Ég upplýsti hana um það að ef hún ætlaði sér að ná varanlegum árangri með sótthreinsun á skolplögninni skyldi hún skella sér hið snarasta í Hulduheima og athuga hvort hún gæti ekki komist þar í kynni við dverg sem ætti kafarabúning.
Hann gæti örugglega stungið sér ofan í klósettið fyrir hana og gerilsneytt allt holræsakerfið undir Reykjavíkurborg fyrir hana í einni bunu.
Það dygði ekkert minna því klósettið væri ekkert annað hugvitsamlega útfært op á óralöngum göngum sem lægu beinustu leið ofan í skitukeytulagnir borgarinnar.
Síðan benti ég henni vinsamlegast á það að þar næst gæti hún tekið að sér það þjóðþrifamál að hreinsa kúkogpiss sveppina úr skolplögnum á öllu landinu og þar á eftir í öllum heiminum .
Hún gæti t.d. byrjað í Asíu en þar gerði fólk sér almennt að góðu stórhættuleg klósett sem væru barasta útdrullað gat á gólfinu.
Annars hafði þessi framkvæmdagleði leigjandans þau öfugu áhrif á mig að ég fékk bullandi niðurgang og skeit ég klósettið út alls tólf sinnum í dag.
Gerði ég það af skömm minni að sturta hvorki niður né þrífa klósettið eftir eina einustu af þessum útlosunum mínum.
Sem sagt allt í góðum málum hjá mér og Tító og Gosi hinir sprækustu.
Heyrumst vonandi sem fyrst.
Kveðja
Svava
Vonandi ertu betri og asnarnir við góða heilsu.
Hér á Íslandi er loksins komið sumar og allt í blóma. Sólin glennir sig dag eftir dag, en á næstunni er spáð mígandi rigningu hér á suðvesturhorninu.
Brjálaði bakteríu -og -sveppafælni leigjandinn minn er að flytja út frá mér sem betur fer. Hún er búin að vera í þagnarbindindi í nokkra daga.
Ætlaði að taka mig á taugum með svoleiðis andlegu ofbeldi eftir að ég harðneitaði því að hún fengi að sótthreinsa vatnskassann á klósettinu með því að hella einhverju andskotans þrumu sprengiefni ofan í hann.
Hún ætlaði sér víst líka að kaupa sérstakan klósettbursta með uppbrettum hárum til þess að ná til óhreinindanna undir bríkinni efst í klósettskálinni,
Hún var reyndar búin að skafa burt mestu drulluna þar með hárspennu sem hún hafði vafðið klósettpappir utan um.
Ég upplýsti hana um það að ef hún ætlaði sér að ná varanlegum árangri með sótthreinsun á skolplögninni skyldi hún skella sér hið snarasta í Hulduheima og athuga hvort hún gæti ekki komist þar í kynni við dverg sem ætti kafarabúning.
Hann gæti örugglega stungið sér ofan í klósettið fyrir hana og gerilsneytt allt holræsakerfið undir Reykjavíkurborg fyrir hana í einni bunu.
Það dygði ekkert minna því klósettið væri ekkert annað hugvitsamlega útfært op á óralöngum göngum sem lægu beinustu leið ofan í skitukeytulagnir borgarinnar.
Síðan benti ég henni vinsamlegast á það að þar næst gæti hún tekið að sér það þjóðþrifamál að hreinsa kúkogpiss sveppina úr skolplögnum á öllu landinu og þar á eftir í öllum heiminum .
Hún gæti t.d. byrjað í Asíu en þar gerði fólk sér almennt að góðu stórhættuleg klósett sem væru barasta útdrullað gat á gólfinu.
Annars hafði þessi framkvæmdagleði leigjandans þau öfugu áhrif á mig að ég fékk bullandi niðurgang og skeit ég klósettið út alls tólf sinnum í dag.
Gerði ég það af skömm minni að sturta hvorki niður né þrífa klósettið eftir eina einustu af þessum útlosunum mínum.
Sem sagt allt í góðum málum hjá mér og Tító og Gosi hinir sprækustu.
Heyrumst vonandi sem fyrst.
Kveðja
Svava